"„Hún brosir þegar hún hugsar til þess þegar þau keyrðu út í skóg. Þegar hún lagði á fáförnum moldarvegi við rætur skógarins. Þegar það var svo hlýtt að þau þurftu að hafa alla glugga opna. Þegar ilmurinn af dögginni og söngur svartþrastanna náði inn í bílinn til þeirra. Þegar hún öskraði svo hátt að fuglarnir þögnuðu."
Saga þessi er gefin út í samvinnu við sænska kvikmyndaframleiðandann Eriku Lust. Markmið hennar er að miðla mannlegu eðli og fjölbreytni þess í gegnum öflugar, ástríðufullar sögur af nánum kynnum, girnd og ást."
Sarah Skov er dulnefni ungrar skáldkonu. Hún hefur líka skrifað erótísku sögurnar Minningar um þig, Heltekin af Owen Gray, Éttu með mér og Femíníski karlmaðurinn.